Brúnegg og Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 1. desember 2016 14:14 Í meistararitgerð minni í lögfræði, sem kom út 2010 rannsakaði ég m.a. aðbúnað dýra hjá Brúneggjum, sem hafa nú orðið fyrir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum. Niðurstaða mín var að miklir annmarkar væru í starfseminni. Verulega þyrfti úr, að bæta svo skilyrði þágildandi dýraverndarlaga væru uppfyllt varðandi velferðarþátt hænsnanna. Með greinarskrifum, þá á dv.is bloggi mínu, reyndi ég jafnframt að vekja athygli á þessu. Ég taldi, vegna tilkomu nýrra dýravelferðarlaga og þar sem Matvælastofnun (MAST) hefur að jafnaði rómað eftirlitsstarf sitt að löngu væri búið að útrýma öllu því, sem skilgreina mætti illa meðferð í verksmiðjubúum í dýraeldi á Íslandi. Fréttin kom því, sem reiðarslag yfir mig og flesta aðra Íslendinga. Dýraverndareftirlit og þekking á verndarákvæðum dýravelferðarlaga og heimildum til beitingar þeirra virðist verulega ábótavant hjá yfirmönnum MAST þó þar sé á öðrum sviðum sannarlega, að finna fagfólk í hæsta gæðaflokki. Til, að skapa trúverðugleika hjá þeim, sem lesa þessa grein og ekki þekkja til mín þá er ég lögfræðingur og lokaverkefni mitt í laganámi var rannsókn á réttaráhrifum og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Ég skrifa þessa grein út frá minni sýn á þetta hörmulega mál en í lögfræðilegum þankagangi skv. minni þekkingu í þeim efnum. Ég skrifa þessa grein líka af því að ég er dýravinur, sem barist hefur lengi fyrir bættri meðferð og velferð dýra á Íslandi í samræmi við skýr fyrirmæli laga nr. 55/2013, íslensku dýravelferðarlaganna. Kastljósþættir RÚV um Brúnegg og áður um svínaníðsmálið komu mér verulega á óvart. Lýst hörmulegum aðstæðum og verulega illri meðferð dýra, líklega á stundum einnig kvalarfullri. Það kom mér á óvart í ljósi þess að MAST og umráðamönnum dýra er gert skylt, að framfylgja í einu og öllu gildandi lögum þegar á þeirri stundu þegar þau hafa tekið gildi. - Það virðist algerlega hafa brugðist í báðum framangreindum málum. Ég hef engan áhuga á því að fjalla um hlut Brúneggja né aðila svínaníðsmálsins að öðru leiti en því að umráðamenn þar hafa augljóslega gerst brotlegir við ýmis lagaákvæði, af fréttaflutningi og myndum RÚV að dæma og við því getur lengið þung refsing. Refsingum ber að beita þegar slíkt á við að mati dómara. En fyrst þurfa mál, að komast í þann farveg réttarríkisins, sem hefur heimild til að beita refsingum. Ég ætla, að beina athygli minni að MAST í þessari grein. Ég er undrandi á yfirmönnum þeirrar stofnunar, svo vægt sé til orða tekið. Undrun og vonbrigði mín beinast aðallega að seinagangi þar á bæ við, að tryggja dýrum tafarlaust betri aðbúnað og meðferð þar, sem menn verða uppvísir að lögbrotum í þeim efnum. Hjá MAST hafa menn borið því við að skort hafi á lagaheimildir til inngripa. Það er einfaldlega rangt. Bæði á þágildandi lögum og þeim nýju eru skýrar heimildir í settum rétti hvernig bregðast megi og skuli við. Þá undrast ég þá mismunum, sem annars vegar einstaklingar sem halda dýr og hins vegar fyrirtæki, sem framleiða dýr eða afurðir af þeim verða fyrir. Matvælastofnun hikar ekki við að vörslusvipta og kæra einstaklinga en dregur lappirnar þegar kemur að eldisiðnanum. Í ljósi þess, sem landsmenn nú þekkja um Brúneggjamálið annars vegar og svínaníðsmálið frá haustinu 2015 er það hafið yfir allan vafa í mínum huga að í báðum tilvikum hafi brot verið meiriháttar í skilning laga og þá ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Ég tel að í báðum tilvikum hafi aðilar gerst brotlegir við refsiábyrgðarákvæði dýravelferðarlaga varðandi ummönnunarskildu og bannákvæði dýravelferðarlaga. Þá segir jafnframt í lögunum: ,, Nú er brot stórfellt eða ítrekað og skal maður þá sæta fangelsi allt að tveimur árum nema brot teljist meiri háttar svo að það varði refsingu skv. 174. gr. almennra hegningarlaga. Þetta er vilji löggjafans og eftir honum ber að fara! Þegar litið er til baka og á ýmiss dýraverndarmál, sem komið hafa á borð forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralæknis og að mínu mati óskiljanlegan seinagang við afgreiðslu þeirra þykir mér tímabært að æðra sett stjórnvöld hugi að því hvort ekki sé tilefni til að endurskoða mannauð í þeim stjórnunarstöðum, sem þessir tveir einstaklingar sitja nú í. Min skoðun er sú að eftirlitsaðili með dýravelferð á Íslandi skuli vera óháður aðili líkt og er í framleiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum. Svo er ekki í dag en starfsemi MAST heyrir undir lanbúnaðarráðherra, sem er framsóknarmaður og sveitamenn þekkjast allir vel – þið skiljið! Lífrænir vottunar og eftirlitsaðilar grípa tafarlaust í taumana ef frávik verða frá ströngum reglur þesskonar vottunar og tryggja þar með að frávik, sem valda dýrum þjáningu verða eins skammvinn og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Árni Stefán Árnason Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í meistararitgerð minni í lögfræði, sem kom út 2010 rannsakaði ég m.a. aðbúnað dýra hjá Brúneggjum, sem hafa nú orðið fyrir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum. Niðurstaða mín var að miklir annmarkar væru í starfseminni. Verulega þyrfti úr, að bæta svo skilyrði þágildandi dýraverndarlaga væru uppfyllt varðandi velferðarþátt hænsnanna. Með greinarskrifum, þá á dv.is bloggi mínu, reyndi ég jafnframt að vekja athygli á þessu. Ég taldi, vegna tilkomu nýrra dýravelferðarlaga og þar sem Matvælastofnun (MAST) hefur að jafnaði rómað eftirlitsstarf sitt að löngu væri búið að útrýma öllu því, sem skilgreina mætti illa meðferð í verksmiðjubúum í dýraeldi á Íslandi. Fréttin kom því, sem reiðarslag yfir mig og flesta aðra Íslendinga. Dýraverndareftirlit og þekking á verndarákvæðum dýravelferðarlaga og heimildum til beitingar þeirra virðist verulega ábótavant hjá yfirmönnum MAST þó þar sé á öðrum sviðum sannarlega, að finna fagfólk í hæsta gæðaflokki. Til, að skapa trúverðugleika hjá þeim, sem lesa þessa grein og ekki þekkja til mín þá er ég lögfræðingur og lokaverkefni mitt í laganámi var rannsókn á réttaráhrifum og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Ég skrifa þessa grein út frá minni sýn á þetta hörmulega mál en í lögfræðilegum þankagangi skv. minni þekkingu í þeim efnum. Ég skrifa þessa grein líka af því að ég er dýravinur, sem barist hefur lengi fyrir bættri meðferð og velferð dýra á Íslandi í samræmi við skýr fyrirmæli laga nr. 55/2013, íslensku dýravelferðarlaganna. Kastljósþættir RÚV um Brúnegg og áður um svínaníðsmálið komu mér verulega á óvart. Lýst hörmulegum aðstæðum og verulega illri meðferð dýra, líklega á stundum einnig kvalarfullri. Það kom mér á óvart í ljósi þess að MAST og umráðamönnum dýra er gert skylt, að framfylgja í einu og öllu gildandi lögum þegar á þeirri stundu þegar þau hafa tekið gildi. - Það virðist algerlega hafa brugðist í báðum framangreindum málum. Ég hef engan áhuga á því að fjalla um hlut Brúneggja né aðila svínaníðsmálsins að öðru leiti en því að umráðamenn þar hafa augljóslega gerst brotlegir við ýmis lagaákvæði, af fréttaflutningi og myndum RÚV að dæma og við því getur lengið þung refsing. Refsingum ber að beita þegar slíkt á við að mati dómara. En fyrst þurfa mál, að komast í þann farveg réttarríkisins, sem hefur heimild til að beita refsingum. Ég ætla, að beina athygli minni að MAST í þessari grein. Ég er undrandi á yfirmönnum þeirrar stofnunar, svo vægt sé til orða tekið. Undrun og vonbrigði mín beinast aðallega að seinagangi þar á bæ við, að tryggja dýrum tafarlaust betri aðbúnað og meðferð þar, sem menn verða uppvísir að lögbrotum í þeim efnum. Hjá MAST hafa menn borið því við að skort hafi á lagaheimildir til inngripa. Það er einfaldlega rangt. Bæði á þágildandi lögum og þeim nýju eru skýrar heimildir í settum rétti hvernig bregðast megi og skuli við. Þá undrast ég þá mismunum, sem annars vegar einstaklingar sem halda dýr og hins vegar fyrirtæki, sem framleiða dýr eða afurðir af þeim verða fyrir. Matvælastofnun hikar ekki við að vörslusvipta og kæra einstaklinga en dregur lappirnar þegar kemur að eldisiðnanum. Í ljósi þess, sem landsmenn nú þekkja um Brúneggjamálið annars vegar og svínaníðsmálið frá haustinu 2015 er það hafið yfir allan vafa í mínum huga að í báðum tilvikum hafi brot verið meiriháttar í skilning laga og þá ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Ég tel að í báðum tilvikum hafi aðilar gerst brotlegir við refsiábyrgðarákvæði dýravelferðarlaga varðandi ummönnunarskildu og bannákvæði dýravelferðarlaga. Þá segir jafnframt í lögunum: ,, Nú er brot stórfellt eða ítrekað og skal maður þá sæta fangelsi allt að tveimur árum nema brot teljist meiri háttar svo að það varði refsingu skv. 174. gr. almennra hegningarlaga. Þetta er vilji löggjafans og eftir honum ber að fara! Þegar litið er til baka og á ýmiss dýraverndarmál, sem komið hafa á borð forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralæknis og að mínu mati óskiljanlegan seinagang við afgreiðslu þeirra þykir mér tímabært að æðra sett stjórnvöld hugi að því hvort ekki sé tilefni til að endurskoða mannauð í þeim stjórnunarstöðum, sem þessir tveir einstaklingar sitja nú í. Min skoðun er sú að eftirlitsaðili með dýravelferð á Íslandi skuli vera óháður aðili líkt og er í framleiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum. Svo er ekki í dag en starfsemi MAST heyrir undir lanbúnaðarráðherra, sem er framsóknarmaður og sveitamenn þekkjast allir vel – þið skiljið! Lífrænir vottunar og eftirlitsaðilar grípa tafarlaust í taumana ef frávik verða frá ströngum reglur þesskonar vottunar og tryggja þar með að frávik, sem valda dýrum þjáningu verða eins skammvinn og mögulegt er.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun