Breitbart í stríði við Kelloggs Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2016 21:00 "Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið.“ Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets
Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44
Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00
Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00