Bandaríkjaher leyfir ekki olíuleiðslu nærri verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 23:30 Frá mótmælum vegna olíuleiðslunnar. vísir/getty Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna. Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna.
Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira