Af frelsi annarra Þröstur Ólafsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Á síðastliðnu ári ritaði ég nokkrar greinar hér í Fréttablaðið, þar sem ég reyndi að rekja söguslóð og ráða í þróun þeirra samfélagsgilda sem einkenna vestræna samfélagsmódelið. Frelsi einstaklingsins, lýðræði, virðing fyrir lögum og rétti, mannréttindi, valddreifing og markaðsbúskapur svo nokkur séu nefnd. Samflétting allra þessara gilda mynda þann vef sem vestrænt lýðræðisskipulag er ofið úr. Af þessum gildum er frelsi einstaklingsins það sem mestum ljóma stafar af. Frelsið hefur meira aðdráttarafl en öll önnur vestræn gildi, en á erfitt uppdráttar án þess að hin fylgi með. Það tók aldir að draga einstaklinginn undan oki fordóma, gera hann sjálfstæðan gagnvart trúarbrögðum, veraldlegum yfirvöldum og að lokum gagnvart sjálfum sér. Þetta snerist allt um myndugan, frjálsan einstakling. Frelsið hefur verið rauði þráðurinn í mótunarferli vestræns samfélags. Lengi vel var tekist á og barist um hvað hefði undirtökin, einveldi, stjórnveldi eða lýðveldi. Það er í raun ekki fyrr en Bandaríkin, með þátttöku sinni í fyrri heimsstyrjöldinni, taka af allan vafa um að þau ætla að standa vörð um vestrænt, frjálslynt lýðræði og verða forystuþjóð þess. Beygur um afdrif frelsisins Síðan þá er liðin heil, misfarsæl öld. Lengst af var óttinn um afturhvarf til verri tíma með í för. Öflugar einræðishreyfingar sóttust eftir heimsyfirráðum langt fram yfir miðja síðustu öld. Fasista-, nasista- og kommúnistahreyfingar lögðu til atlögu við vestrænt lýðræði og reyndu að leggja það að velli. Óttinn á Vesturlöndum við að þessar ofbeldisstefnur myndu ná undirtökum var lengi mikill og ríkjandi fram eftir síðustu öld. Með þátttöku í tveimur heimsstyrjöldum og einu köldu stríði, réðu Bandaríkin úrslitum um að Vestrið sigraði. Eftir hrun Berlínarmúrsins og síðan Sovétríkjanna leit svo út, sem vestrænt frjálslynt lýðræði hefði lagt allar andstefnur sínar að velli. Hræðslan við að glata frelsinu, sem sameinað hafði vestræn ríki, vék fyrir bjartsýni um sigurgöngu frelsisins um alla framtíð. Engin öflug hugmyndafræði eða hervætt stórveldi virtist geta ógnað því. Viðskiptahindranir voru fjarlægðar, samfélögin opnuð í frjálsræðis átt ; samstarf og aðlöðun þjóðanna gerð greiðfærari. Hnattvæðingin hélt innreið sína, en hún er í reynd ekki annað en aukið frelsi til að flytja viðskipti, framleiðslu, vinnuafl, þjónustu og fjármagn á milli landa og heimsálfa. Samfélagsleg áhrif hennar urðu einkum þau að flytja fjármagn og framleiðslu frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Þetta jók tekjur í austri og suðri en færði sumum vestrænum ríkjum atvinnuleysi, en jafnframt ódýrari neysluvörur. Óttinn við frelsið Það var ekki hvað síst af ótta við að missa frelsið, að forysturíki Vestursins hóf herferð til að útbreiða vestræna samfélagsmódelið, með frelsið að leiðarljósi. Ríkisstjórnir sem lögðust á sveif með Vesturlöndum voru styrktar. Róttækar vinstri hreyfingar voru ofsóttar og gengið var milli bols og höfuð á ríkisstjórnum sem bandarísk stjórnvöld töldu vera ógnun við frelsið, ekki hvað síst við hið frjálsa framtak. Aftökur, limlestingar og stríð voru sett á dagskrá til varnar þessu frelsi. Þrátt fyrir mörg óhæfuverkin tókst ætíð að vinna meirihlutann til fylgis við vestræn grunngildi. Markaðskerfið, með öllum þess vanköntum og veikleikum, var ríkisstýrðum hagkerfum yfirsterkara og árangursríkara. Síðan kom árásin á tvíburaturnana. Þá breyttist flest. Í hugum fólks verða djúpstæð umskipti. Jafnframt því að óttast hefndarverk og að glata eigin frelsi, fer almenningur að hræðast frelsið sjálft. Frelsið opnar landamæri og opnar framandi fólki ný heimkynni; það hrindir burtu viðskiptahindrunum og eykur samkeppni heimafyrir. Frjálst fólk má berjast fyrir réttindum kvenna, hinsegin fólks, hörundslitaðra og minnihluta hópa. Eina leiðin til að hindra þetta er að takmarka eða afnema frelsið. Nei, það er ekki sitt eigið frelsi sem fólk óttast, það nýtur þess. Það er hrætt við frelsi annarra, og berst því gegn því. Frelsið, sem er aðall Vesturlanda, er orðið mörgum ógnvekjandi. Við breiðum það ekki lengur út, heldur takmörkum það. Kannski litum við alltaf á frelsið sem frelsi okkar til að gera það sem okkur sýnist. Með kosningu Trumps vex óttinn við að hann muni hefjast handa við að takmarka frelsið í höfuðvígi þess, Bandaríkjunum. Hann mun trauðla afnema lýðræðið, en hann ætlar að leggja af þetta frjálslynda, umburðarlynda og veraldaropna vestræna lýðræði. Þessi pólitísku veðrahvörf frá hægri eru ógnvænleg. Bretland er á svipaðri vegferð. Víða í löndum Vestur-Evrópu setja hægri lýðskrumarar fram sömu kröfurnar; úthýsum frjálslyndi og umburðarlyndi. Frjálslynt, opið og upplýst lýðræði, sem er kjarni frelsisins, virðist orðið vegavillt og vinafátt. Sic transit gloria mundi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári ritaði ég nokkrar greinar hér í Fréttablaðið, þar sem ég reyndi að rekja söguslóð og ráða í þróun þeirra samfélagsgilda sem einkenna vestræna samfélagsmódelið. Frelsi einstaklingsins, lýðræði, virðing fyrir lögum og rétti, mannréttindi, valddreifing og markaðsbúskapur svo nokkur séu nefnd. Samflétting allra þessara gilda mynda þann vef sem vestrænt lýðræðisskipulag er ofið úr. Af þessum gildum er frelsi einstaklingsins það sem mestum ljóma stafar af. Frelsið hefur meira aðdráttarafl en öll önnur vestræn gildi, en á erfitt uppdráttar án þess að hin fylgi með. Það tók aldir að draga einstaklinginn undan oki fordóma, gera hann sjálfstæðan gagnvart trúarbrögðum, veraldlegum yfirvöldum og að lokum gagnvart sjálfum sér. Þetta snerist allt um myndugan, frjálsan einstakling. Frelsið hefur verið rauði þráðurinn í mótunarferli vestræns samfélags. Lengi vel var tekist á og barist um hvað hefði undirtökin, einveldi, stjórnveldi eða lýðveldi. Það er í raun ekki fyrr en Bandaríkin, með þátttöku sinni í fyrri heimsstyrjöldinni, taka af allan vafa um að þau ætla að standa vörð um vestrænt, frjálslynt lýðræði og verða forystuþjóð þess. Beygur um afdrif frelsisins Síðan þá er liðin heil, misfarsæl öld. Lengst af var óttinn um afturhvarf til verri tíma með í för. Öflugar einræðishreyfingar sóttust eftir heimsyfirráðum langt fram yfir miðja síðustu öld. Fasista-, nasista- og kommúnistahreyfingar lögðu til atlögu við vestrænt lýðræði og reyndu að leggja það að velli. Óttinn á Vesturlöndum við að þessar ofbeldisstefnur myndu ná undirtökum var lengi mikill og ríkjandi fram eftir síðustu öld. Með þátttöku í tveimur heimsstyrjöldum og einu köldu stríði, réðu Bandaríkin úrslitum um að Vestrið sigraði. Eftir hrun Berlínarmúrsins og síðan Sovétríkjanna leit svo út, sem vestrænt frjálslynt lýðræði hefði lagt allar andstefnur sínar að velli. Hræðslan við að glata frelsinu, sem sameinað hafði vestræn ríki, vék fyrir bjartsýni um sigurgöngu frelsisins um alla framtíð. Engin öflug hugmyndafræði eða hervætt stórveldi virtist geta ógnað því. Viðskiptahindranir voru fjarlægðar, samfélögin opnuð í frjálsræðis átt ; samstarf og aðlöðun þjóðanna gerð greiðfærari. Hnattvæðingin hélt innreið sína, en hún er í reynd ekki annað en aukið frelsi til að flytja viðskipti, framleiðslu, vinnuafl, þjónustu og fjármagn á milli landa og heimsálfa. Samfélagsleg áhrif hennar urðu einkum þau að flytja fjármagn og framleiðslu frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Þetta jók tekjur í austri og suðri en færði sumum vestrænum ríkjum atvinnuleysi, en jafnframt ódýrari neysluvörur. Óttinn við frelsið Það var ekki hvað síst af ótta við að missa frelsið, að forysturíki Vestursins hóf herferð til að útbreiða vestræna samfélagsmódelið, með frelsið að leiðarljósi. Ríkisstjórnir sem lögðust á sveif með Vesturlöndum voru styrktar. Róttækar vinstri hreyfingar voru ofsóttar og gengið var milli bols og höfuð á ríkisstjórnum sem bandarísk stjórnvöld töldu vera ógnun við frelsið, ekki hvað síst við hið frjálsa framtak. Aftökur, limlestingar og stríð voru sett á dagskrá til varnar þessu frelsi. Þrátt fyrir mörg óhæfuverkin tókst ætíð að vinna meirihlutann til fylgis við vestræn grunngildi. Markaðskerfið, með öllum þess vanköntum og veikleikum, var ríkisstýrðum hagkerfum yfirsterkara og árangursríkara. Síðan kom árásin á tvíburaturnana. Þá breyttist flest. Í hugum fólks verða djúpstæð umskipti. Jafnframt því að óttast hefndarverk og að glata eigin frelsi, fer almenningur að hræðast frelsið sjálft. Frelsið opnar landamæri og opnar framandi fólki ný heimkynni; það hrindir burtu viðskiptahindrunum og eykur samkeppni heimafyrir. Frjálst fólk má berjast fyrir réttindum kvenna, hinsegin fólks, hörundslitaðra og minnihluta hópa. Eina leiðin til að hindra þetta er að takmarka eða afnema frelsið. Nei, það er ekki sitt eigið frelsi sem fólk óttast, það nýtur þess. Það er hrætt við frelsi annarra, og berst því gegn því. Frelsið, sem er aðall Vesturlanda, er orðið mörgum ógnvekjandi. Við breiðum það ekki lengur út, heldur takmörkum það. Kannski litum við alltaf á frelsið sem frelsi okkar til að gera það sem okkur sýnist. Með kosningu Trumps vex óttinn við að hann muni hefjast handa við að takmarka frelsið í höfuðvígi þess, Bandaríkjunum. Hann mun trauðla afnema lýðræðið, en hann ætlar að leggja af þetta frjálslynda, umburðarlynda og veraldaropna vestræna lýðræði. Þessi pólitísku veðrahvörf frá hægri eru ógnvænleg. Bretland er á svipaðri vegferð. Víða í löndum Vestur-Evrópu setja hægri lýðskrumarar fram sömu kröfurnar; úthýsum frjálslyndi og umburðarlyndi. Frjálslynt, opið og upplýst lýðræði, sem er kjarni frelsisins, virðist orðið vegavillt og vinafátt. Sic transit gloria mundi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun