Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 12:53 Steingrímur J. Sigfússon við þingsetninguna í gær. Vísir/Ernir Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“