Brúnegg – hvað svo? Eftirlit – fyrir hvern? Jón Bergsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun