Brúnegg – hvað svo? Eftirlit – fyrir hvern? Jón Bergsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun