Náttúruperlur við Rauðufossa Ólafur Örn Haraldsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun