Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi Kristinn Geir Friðriksson skrifar 9. desember 2016 09:00 Þetta gæti orðið langur vetur hjá Njarðvík. vísir/ernir ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira