Tveir reynsluboltar keppa um útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Francois Fillon og Alain Juppé, keppa um að verða forsetaefni Lýðveldissinna, stærsta hægri flokks Frakklands. Nordicphotos/AFP Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira