Bjarni fundaði með Viðreisn og Bjartri framtíð síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 18:49 Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira