Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 12:32 Bjarni Benediktsson. Vísir/Ernir Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37
Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00