Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 12:32 Bjarni Benediktsson. Vísir/Ernir Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða hvort hann hafi hætt stjórnarmyndunartilraunum sínum. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru sagðar stranda á orðalagi um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknarferli að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær vilja forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ekki hefja formlegar stjórnarmyndunarumræður fyrr en málamiðlun tekst um grundvallar ágreiningsatriði. Helstu ágreiningsatriðin snúa að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ber þó mest á milli varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB en Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið feli í sér pólitískan ómöguleika á meðan hinir flokkarnir tveir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á stefnuskrá sinni. Síðasta sólarhringinn hafa flokkarnir reynt að finna flöt á orðalagi um málið í í mögulegum stjórnarsáttmála en án árangurs hingað til. Þingmenn viðreisnar og Bjartrar framtíðar segja boltann vera hjá Bjarna sem þarf líka að ná sátt um þessi mál í sínum þingflokki. Ekki er á dagskrá að formenn flokkanna þriggja fundi í dag en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Engir fundir eru heldur fyrirhugaðir hjá þingflokki Sjálfstæðismanna, Bjartri framtíð og viðreisn. En þingflokkar tveggja síðarnefndu flokkanna funduðu sameiginlega í gær áður en formenn þeirra hittu Bjarna síðdegis. Málið er því í biðstöðu eins og er og má heyra á þingmönnum flokkanna þriggja að beðið sé eftir að sjá hvað Bjarni geri í dag. En hann hefur gefið út að hann muni gefa forseta svar fyrir lok vikunnar og má reikna með að forsetinn geri ráð fyrir að það gerist fyrir helgina. Það heyrist á þingmönnum Sjálfstæðisflokks að Bjarni Benediktsson hafi fullt umboð frá þingflokknum til að ákveða framhaldið. Hann gæti því farið á fund forseta til að skila umboði til stjórnarmyndunar án þess að fundað verði sérstaklega um málið innan þingflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37 Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Undrast langlundargeð forsetans í garð Bjarna Telur Katrínu Jakobsdóttur eiga að fá jafn langan tíma til stjórnarmyndunarviðræðna og að Íslendingar gætu fagnað jólum án nýrrar ríkisstjórnar. 11. nóvember 2016 11:37
Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. 10. nóvember 2016 18:02
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00