Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 18:39 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“ Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“
Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50