Framhald viðræðna skýrist um helgina Þorgeir Helgason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Sjálfstæðismanna fundaði í gær í Valhöll. Eftir fundinn fór Bjarni Benediktsson á fund forseta og tilkynnti um formlegar viðræður. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Við förum auðvitað í viðræðurnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbótum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósamstæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og vonandi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin niðurstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og menntamálum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálfstæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira