Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 11:00 Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27