Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:48 Bjarni á Bessastöðum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59