Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira