Átök eða samtal? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun