Jon Stewart: „Enginn spurði Trump hvað gerir Bandaríkin frábær“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 16:41 Margir söknuðu Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna Vísir/Skjáskot Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira