Litháar vara við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 13:15 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/GETTY Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius. Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius.
Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira