Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00