Misjöfn uppgjör Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Stór hluti skráðra félaga í Kauphöll Íslands skiluðu uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung í síðustu viku. Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50
Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41
Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent