Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:45 Píratar með Guðna Th. á Bessastöðum á mánudag. vísir/anton brink „Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira