May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2016 13:36 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017. Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017.
Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24