Dýrari steikur og betra vín á borðum um jólin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Allar forsendur benda til að jólaverslun verði með líflegasta móti í ár, að því er segir í jólaspá Rannsóknaseturs verslunarinnar. vísir/anton Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira