Dýrari steikur og betra vín á borðum um jólin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Allar forsendur benda til að jólaverslun verði með líflegasta móti í ár, að því er segir í jólaspá Rannsóknaseturs verslunarinnar. vísir/anton Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira