Airwaves sem aldrei fyrr Jakob Frímann Magnússon skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun