Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 16:15 Heimir Hallgrímsson er búinn að mynda sér skoðun. vísir/ernir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja í framlínu íslenska liðsins gegn Króatíu í leik liðanna í undankeppni HM 2018 á laugardaginn. Þetta kemur fram á fótbolti.net en þar segir Heimir: „Við vorum búnir að því fyrir nokkrum dögum en það væri óeðlilegt að segja frá því.“ Hann gefur ekkert meira upp en það. Mikil meiðslavandræði eru í framlínunni en Alfreð Finnbogason, þriggja marka maður í undankeppninni, er frá vegna meiðsla sem og Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þá er Björn Bergmann Sigurðarson einnig meiddur en hann kom inn í hópinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Tyrklandi eftir fimm ára fjarveru. Jón Daði Böðvarsson verður klárlega í byrjunarliðinu en hann er sá eini af fastamönnum í liðinu sem er heill. Ef litið er til hinna framherjanna þykir Viðar Örn Kjartansson lang líklegastur en markahrókurinn frá Selfossi hefur ekki fengið mörg tækifæri undanfarin misseri. Elías Már Ómarsson og Arnór Smárason eru einnig í hópnum en þá er alltaf möguleiki á að Heimir færi Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason eða Gylfa Þór Sigurðsson fram með Jóni Daða. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365, fór yfir þessa möguleika í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja í framlínu íslenska liðsins gegn Króatíu í leik liðanna í undankeppni HM 2018 á laugardaginn. Þetta kemur fram á fótbolti.net en þar segir Heimir: „Við vorum búnir að því fyrir nokkrum dögum en það væri óeðlilegt að segja frá því.“ Hann gefur ekkert meira upp en það. Mikil meiðslavandræði eru í framlínunni en Alfreð Finnbogason, þriggja marka maður í undankeppninni, er frá vegna meiðsla sem og Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þá er Björn Bergmann Sigurðarson einnig meiddur en hann kom inn í hópinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Tyrklandi eftir fimm ára fjarveru. Jón Daði Böðvarsson verður klárlega í byrjunarliðinu en hann er sá eini af fastamönnum í liðinu sem er heill. Ef litið er til hinna framherjanna þykir Viðar Örn Kjartansson lang líklegastur en markahrókurinn frá Selfossi hefur ekki fengið mörg tækifæri undanfarin misseri. Elías Már Ómarsson og Arnór Smárason eru einnig í hópnum en þá er alltaf möguleiki á að Heimir færi Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason eða Gylfa Þór Sigurðsson fram með Jóni Daða. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365, fór yfir þessa möguleika í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17
Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12
Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00
„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30