Húmanistar: „Vildum ekki hafa sleppt þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 03:05 Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins. vísir/stefán „Við erum með mikilvæg mál og fyrst og fremst vildum við koma þeim á framfæri. Við vildum ekki hafa sleppt þessu,“ segir Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, en flokkurinn mælist með núll prósent atkvæða, og þegar þetta er skrifað hefur flokkurinn fengið alls sextán atkvæði. „Við erum með mjög róttæk mál en mjög þýðingarmikil og við erum ánægð með það ef okkar framboð hefur komið hreyfingu á það, en þjóðpeningakerfið er bara lykilmál sem snertir okkur öll,“ segir hann. Júlíus segir hins vegar að mögulega sé þetta mál heldur flókið. „Okkar málefni eru stutt af mjög virtum hagfræðingum. Þau eru ekki einföld þó þau hafi mikla þýðingu. Mögulega er of flókið að tala um vaxtalaust samfélag, svolítið svona eins og að segjast ætla að flytja Esjuna, og þess vegna skautar þetta kannski fram hjá, því vextir eru í huga margra eins og náttúrulögmál.“ Flokkurinn hefur alls boðið fram níu sinnum; fimm sinnum í alþingiskosningum og fjórum sinnum í borgarstjórnarkosningum, en aldrei náð manni inn. Aðspurður hvort flokkurinn muni nú segja þetta gott, segir Júlíus flokkinn langt frá því að vera af baki dottinn, og að líklega muni hann bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Eins og ég segi þá eru þetta mikilvæg málefni sem þurfa að ná til fólksins.“ Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira
„Við erum með mikilvæg mál og fyrst og fremst vildum við koma þeim á framfæri. Við vildum ekki hafa sleppt þessu,“ segir Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, en flokkurinn mælist með núll prósent atkvæða, og þegar þetta er skrifað hefur flokkurinn fengið alls sextán atkvæði. „Við erum með mjög róttæk mál en mjög þýðingarmikil og við erum ánægð með það ef okkar framboð hefur komið hreyfingu á það, en þjóðpeningakerfið er bara lykilmál sem snertir okkur öll,“ segir hann. Júlíus segir hins vegar að mögulega sé þetta mál heldur flókið. „Okkar málefni eru stutt af mjög virtum hagfræðingum. Þau eru ekki einföld þó þau hafi mikla þýðingu. Mögulega er of flókið að tala um vaxtalaust samfélag, svolítið svona eins og að segjast ætla að flytja Esjuna, og þess vegna skautar þetta kannski fram hjá, því vextir eru í huga margra eins og náttúrulögmál.“ Flokkurinn hefur alls boðið fram níu sinnum; fimm sinnum í alþingiskosningum og fjórum sinnum í borgarstjórnarkosningum, en aldrei náð manni inn. Aðspurður hvort flokkurinn muni nú segja þetta gott, segir Júlíus flokkinn langt frá því að vera af baki dottinn, og að líklega muni hann bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Eins og ég segi þá eru þetta mikilvæg málefni sem þurfa að ná til fólksins.“
Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Sjá meira