Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:17 „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira