Píratar kynna loftlagsstefnu sína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 18:14 Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy Vísir/FRIÐRIK ÞÓR Píratar hafa samþykkt aðgerðarstefnu í loftlagsmálum og vilja uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Helsta markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2025 og þeir sem mengi beri kostnaðinn af því. Þá taka Píratar „skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögu Íslands“. Flokkurinn vill frekar leggja áherslu á sjálfbærni með aukinni nýtingu endurnýjanlegrar og vistvænnar orku sem framleidd er hér á landi og að skattkerfið verði nýtt í hvívetna til að hvetja til athafna sem hafa litla eða enga losun mengandi efna. „Öll starfsemi sem losar mengandi efni í umhverfið skal greiða mengunarrentu umfram hefðbundna skatta. Með því er einnig settur jákvæður þrýstingur á fyrirtæki til að leita leiða til að draga úr mengun,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Þar segir einnig að mikilvægt sé að hraða rafvæðingu bifreiða- og skipaflotans og stefnt verði að samgöngukerfi sem nýti innlenda orku. „Í því sambandi er mikilvægt að byggja upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip. Þá er lagt til að notkun olíu með brennisteinsinnihaldi yfir 0,1 prósent muni heyra sögunni til í íslenskri landhelgi.“ Kosningar 2016 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Píratar hafa samþykkt aðgerðarstefnu í loftlagsmálum og vilja uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Helsta markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2025 og þeir sem mengi beri kostnaðinn af því. Þá taka Píratar „skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögu Íslands“. Flokkurinn vill frekar leggja áherslu á sjálfbærni með aukinni nýtingu endurnýjanlegrar og vistvænnar orku sem framleidd er hér á landi og að skattkerfið verði nýtt í hvívetna til að hvetja til athafna sem hafa litla eða enga losun mengandi efna. „Öll starfsemi sem losar mengandi efni í umhverfið skal greiða mengunarrentu umfram hefðbundna skatta. Með því er einnig settur jákvæður þrýstingur á fyrirtæki til að leita leiða til að draga úr mengun,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Þar segir einnig að mikilvægt sé að hraða rafvæðingu bifreiða- og skipaflotans og stefnt verði að samgöngukerfi sem nýti innlenda orku. „Í því sambandi er mikilvægt að byggja upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip. Þá er lagt til að notkun olíu með brennisteinsinnihaldi yfir 0,1 prósent muni heyra sögunni til í íslenskri landhelgi.“
Kosningar 2016 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira