Skattatillaga Framsóknar - kanína upp úr hatti Finnur Birgisson skrifar 24. október 2016 10:24 Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun