11% eða ekki 11%? Vésteinn Valgarðsson skrifar 25. október 2016 00:00 Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar