Að jafna kjör unga fólksins Gísli Garðarsson skrifar 25. október 2016 14:06 Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun