Að jafna kjör unga fólksins Gísli Garðarsson skrifar 25. október 2016 14:06 Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verður m.a. kosið um málefni ungs fólks. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á þau mál, m.a. að tryggja ungu fólki raunverulega valkosti á húsnæðismarkaði með uppbyggingu leighúsnæðis, hækkun húsnæðisbóta og að tryggja lántökumöguleika fyrir alla tekjuhópa. Slíkar breytingar myndu einnig gagnast öðrum tekjulágum hópum. Við viljum að auki svara kalli ungs fólks um átak í geðheilbrigðismálum með kostnaðarþátttökulausri og öflugri geðheilbrigðisþjónustu – en það mun líka bæta lífskjör fólks með geðrænan vanda óháð aldri. Styttri vinnuvika, lengra fæðingarorlof, fjölbreyttir framhaldsskólar og öflugri félagslegur námslánasjóður eru allt baráttumál Vinstri grænna sem munu gagnast ungu fólki en á sama tíma munu þau gagnast samfélaginu í víðu samhengi. Hvar sem okkur ber niður á hinu pólitíska litrófi í dag er í tísku að ræða mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við málefni ungs fólks. En hvað nákvæmlega er það sem við eigum við með því þegar við tölum um málefni ungs fólks? Málefni ungs fólks eru málefni samfélagsins alls. Ungt fólk er ekki einsleitur samfélagshópur með sameiginlega heimssýn, sameiginlegan pólitískan vilja og fulltrúa. Ungt fólk er nefnilega fyrst og fremst fólk og sem slíkt tilheyrir það ólíkum samfélagshópum: kynjum, kynþáttum, kynhneigðum, stéttum, trúfélögum og svona mætti lengi telja. Við höfum undir höndunum gögn sem sýna okkur svart á hvítu að ungt fólk sé að dragast aftur úr á mörgum sviðum, bæði hér heima og á heimsvísu. Ungt fólk hefur setið eftir í almennri tekju- og kaupmáttaraukningu síðustu áratuga að slíku marki að mín kynslóð hefur úr minna að moða en sama kynslóð fyrir þrjátíu árum síðan. Baráttan fyrir því að jafna kjör ungs fólks á við eldri samfélagshópa verður ekki slitin úr samhengi við almenna baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Batnandi kjör tiltekinna hópa auka félagslegan jöfnuð í samfélaginu almennt. Stéttabaráttan og kvenfrelsisbaráttan eru greinar af þessum meiði og barátta hópa sem eru félagslega undirskipaðir í samfélaginu tengjast órjúfanlegum böndum. Í kosningunum fellur það í okkar hlut að velja hvaða stefnu við sem samfélag viljum taka á komandi misserum. Framtíð samfélagsins til lengri tíma litið ræðst hins vegar af því að ungt fólk vilji búa hér og starfa. Til þess að svo megi verða verðum við að jafna kjör þess og tækifæri á við aðra samfélagshópa. Ég býð mig fram til þeirra starfa fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, sem ég tel að skilji raunverulega samhengið milli kjarabaráttu ólíkra samfélagshópa og mikilvægi almennrar kjarajöfunar. Hverjum treystir þú?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun