Framtíðarsýn mín sem gamalmenni Baldur Vignir Karlsson skrifar 25. október 2016 00:00 Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á mér framtíðarsýn þar sem ég er hamingjusamt og farsælt gamalmenni. Þar sem börnin mín og þeirra kynslóð bera virðingu fyrir mér og hinum eldri borgurunum vegna þess að við erum búin að vera svo ansi dugleg í að byggja upp og gera og græja fyrir samfélagið sem við lifum í. Það þykir sjálfsagt að við eigum áhyggjulaus ævikvöld. Þetta er framtíðarsýn þar sem stjórnvöld eru fyrir löngu búin að búa svo um hnútana að þau vitrustu á meðal okkar og þau sem minnst mega sín þurfa ekki að hafa afkomu áhyggjur, því nógar eru áhyggjurnar aðrar, og þar sem barnabörnin mín þurfa ekki að kvíða því að fljúga úr hreiðrinu vegna þess að það er nær ómögulegt að flytja í sitt eigið húsnæði eða leigja á mannsæmandi verði. Þetta er framtíðarsýn þar sem orðið: „Tekjuskerðing“, er ekki lengur að finna í orðabókinni. Hvort sem verið er að tala um ellilífeyri, örorkubætur, barnabætur eða námslán. Ég er hinsvegar bara 37 ára og veruleikinn er töluvert öðruvísi í dag. Hann er ekki alslæmur, bara öðruvísi. Við lifum í einu ríkasta landi í heimi, og vissulega eru góðir hlutir að gerast. En þrátt fyrir það lifa tæplega 10% barna undir fátækramörkum. Öryrkjar, sem hafa ekkert val um að fæðast blind eða heyrnarlaus, verða veik á líkama eða sál eða lenda í hræðilegum slysum, ná mjög illa endum saman. Helmingur gamalmenna lepur dauðann úr skel á grunnlífeyri, ungt fólk á erfitt með að finna sér sómasamlegt húsnæði og námsmenn þurfa helst að vinna 100% vinnu með námi til að forða sér frá námslánum sem þeir annars væru áratugi að borga til baka.Siðferðislega ábótavant Við erum með fólk á æðstu stöðum samfélagsins sem gefur skít í ákveðna hópa þangað til rétt fyrir kosningar og við þurfum að losa okkur við það. Það er reyndar löglegt að gefa skít í ákveðna hópa, en ég held við getum flest verið sammála um að það er siðferðislega ábótavant. Löglegt en siðlaust er ekki dyggð þó margir séu farnir að trúa því. Það er enginn rétt leið að gera rangan hlut. Ef rýnt er í tölur frá ríkiskattstjóra og Hagstofunni kemur í ljós að milli 2013-2016 hefur bein skattbyrði á lágtekju- og millitekjufólk aukist á meðan álögum hefur verið létt af stóreignafólki og hátekjuhópum. Viljum við ekki betra samfélag en þetta? Ég held það. Til dæmis væru 300.000kr skattleysismörk, afnám tekjuskerðinga og námsstyrkir í staðinn fyrir námslán góð byrjun. Og auðvitað að kjósa Flokk Fólksins. Við erum nokkuð mörg í Flokki Fólksins með leiðtogahæfileika í tonnatali en við erum bara með eitt náttúruafl, og það er Inga Sæland. Ég mun stoltur þramma fyrir aftan hana alla leið inn á Alþingi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. X-F!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun