Sjálfstæðisflokknum rústað Grétar H. Óskarsson skrifar 25. október 2016 00:00 Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun