Suðvesturkjördæmi: Segir stöðugan gjaldmiðil stuðla að betra húsnæðiskerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eitt af sex sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi er Hafnarfjörður. Formaður bæjarráðs vill að hugað sé að atvinnulífi og þekkingarstörfum í kjördæminu. Það sé líka brýnt að tryggja samgöngur milli sveitarfélaga. vísir/daníel Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira