Látum spárnar rætast! Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. október 2016 09:00 Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun