Kaupum ekki köttinn í sekknum Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur afleitum kostum. Annars vegar geta þau brugðist væntingum kjósenda og sleppt því að standa við gefin loforð. Hins vegar geta þau staðið við þau með neikvæðum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og lífskjör.Langur loforðalisti Viðskiptaráð hefur tekið saman kostnað ríkisins vegna helstu loforða sem lögð hafa verið fram. Þar má nefna gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, hækkun framlaga til heilbrigðismála í 11% af landsframleiðslu, hækkun lágmarkslífeyrisgreiðslna í 300.000 krónur á mánuði, tvöföldun barnabóta, stóraukin framlög til byggingar leiguíbúða og gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu fyrir alla. Samanlagður kostnaður vegna þessara loforða liggur nærri 200 milljörðum króna á ári. Hækkun af því tagi jafngildir um 30% aukningu heildarútgjalda ríkisins. Flestum er ljóst að efnahagsleg áhrif slíkrar breytingar væru neikvæð. Það á enn frekar við með hliðsjón af ýmsum áskorunum sem nú þegar skapa útgjaldaþrýsting til bæði skemmri og lengri tíma, s.s. innviðauppbyggingu, öldrun þjóðarinnar og lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Rekstur hins opinbera snýst um forgangsröðun og raunsæi. Það er óheiðarlegt gagnvart kjósendum að leggja fram loforð sem ekki verður unnt að standa við. Allir eru sammála um að hér eigi að bjóða upp á sterkt velferðarkerfi og góða grunnþjónustu hins opinbera. Rekstur kerfanna þarf þó að rúmast innan hagkerfisins sem stendur undir þeim.Tökum ekki lífskjör að láni Um þessar mundir eru uppgangstímar í efnahagslífinu. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur hefur aukist mikið. Skuldir ríkissjóðs hafa jafnframt lækkað hratt, einkum vegna mikillar tekjuaukningar og stöðugleikaframlags úr slitabúum föllnu bankanna. Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á næstu árum og við slíkar kringumstæður er freistnivandi stjórnmálanna mikill. Íslendingar hafa of oft brennt sig á því að nýta ekki góðu tímana til að skapa borð fyrir báru. Árið 2015 námu heildarskuldir hins opinbera 2.200 milljörðum og vaxtagreiðslur af lánum voru um 100 milljarðar króna. Þannig fóru meiri fjármunir í vexti en sem nemur heildarframlögum ríkisins til mennta- og samgöngumála. Með niðurgreiðslu skulda myndi þessi upphæð lækka hratt. Svigrúmið má nýta til að efla þjónustu hins opinbera og skapa hagfelldara skattaumhverfi. Það eiga allir að spyrna fæti við óábyrgum loforðum stjórnmálamanna. Ef ekki er staðið við þau flokkast þau undir blekkingar. Ef staðið er við óskynsamleg loforð ganga núverandi kynslóðir á hagsmuni þeirra sem taka við. Í stað þess að taka lífskjör að láni ættum við að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er rétta leiðin fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun