Kannanir kannaðar: Til hvers eru þær og gera þær eitthvað gagn? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 16:30 Hulda Þórisdóttir segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. Vísir/Anton Nú þegar stutt er í kosningar rignir skoðanakönnunum yfir almenning í gegnum fjölmiðla. Til að mynda birtust tvær nýjar kannanir í dag, ein á forsíðu Fréttablaðsins og önnur frá MMR. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. „Hugmyndin er að halda ekki upplýsingum frá almenningi,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Það virkar í báðar áttir. Það er talað um að þær hamli litlum flokkum því fólk vilji ekki kjósa einhvern flokk því það væri dautt atkvæði. En það getur líka allt eins virkað í hina áttina, að fólk kjósi markvisst ákveðinn flokk svo hann fái aðeins meira.“ Hulda segist þó ekki viss um að skoðanakannanir hafi einhverja ákveðnar afleiðingar í för með sér í kosningum. „Ég get ekki í hendi mér séð að þetta hafi einhverjar tilteknar afleiðingar í för með sér. Við erum að færa rök fyrir því að kjósendur séu betur upplýstir og þeir viti hvers konar kosningabandalagi þeir megi búast við, eru þeir þá ekki betur upplýstir til að taka sína ákvörðun um hvernig þeir vilja að flokkalandslagið líti út að loknum kosningum?“George Gallup.Vísir/GettyFrumkvöðullinn George Gallup Nútímaskoðanakannanir eiga sér ansi áhugaverð sögu sem rekja má til forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 1936, þegar George Gallup hóf að spá fyrir um úrslit kosninga. „Fram að því hafði tímaritið Literary Digest reynt að spá fyrir um úrslit kosninga með því að senda út lítil póstkort á fjölda heimila, milljón manns eða einhvern álíka fjölda. Þau vildu hafa rosalega marga, en úrtakið þeirra var áskrifendur tímaritsins, skráðir bifreiðaeigendur og skráðir símaeigendur,“ segir Hulda, en þeir sem áttu síma og bíla á þessum tíma voru frekar þeir efnameiri heldur en þeir sem voru fátækari. „Þetta var þegar Alfred Landon og Franklin D. Roosevelt voru að berjast um forsetastólinn og Literary Digest spáði Landon miklum sigri. Gallup mætir á svæðið og tekur þúsund manna líkindaúrtak á kjósendum. Hann náði ekki einungis að spá rétt fyrir um að Roosevelt myndi vinna, heldur náði hann líka að spá fyrir um það hversu mikil skekkja Literary Digest væri.“ Kannanaklúðrið árið 1936 reyndist ekki einungis byrjunin á úrtakafræðum sem gera nútíma skoðanakannanir mögulegar, heldur reyndist það einnig byrjunin á endalokum tímaritsins Literary Digest. Ranghugmyndir og ýkjur Hulda segir að fólk sé oft með ranghugmyndir um kannanir og tilgang þeirra. Hún segir algengustu ranghugmyndina vera að magn sé það sama og gæði og að smávægilegar fylgisbreytingar skipti máli. „Til dæmis þegar því er slegið upp að flokkur bæti við sig fylgi og breytingin er kannski eitt prósent, sem er langt innan allra vikmarka.“ Hulda segir að þó að skoðanakannanir séu oft býsna margar og að hennar mati stundum of margar, þyrfti að vera ansi góð ástæða ef ætti að takmarka þær. „Já þær eru einfaldlega liður í upplýsingu til kjósenda. Það þyrfti að vera skrambi góð ástæða fyrir að banna þær. Ég veit ekki hver hún gæti verið. Ég vil auðvitað ekki sjá villandi skoðanakannanir þar sem verið er að svindla með leiðandi spurningum eða skrítnum úrtökum eða neitt svoleiðis. Við erum ekki að sjá það núna, það er misvel unnið en það er enginn vísvitandi að reyna að svindla. Það væri alvarlegt og það þyrfti að taka á því ef það kæmi upp,“ segir Hulda. En gera kannanir einhverntíman ógagn? „Það helsta sem mér dettur í hug er ef ég hafði hugsað mér að kjósa, til dæmis Bjarta Framtíð, og hún er bara með 4,9% og hugsa að það taki því ekki og ákveði að kjósa eitthvað annað. En það er líka spurning hvort það er ógagn fyrir lýðræðið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Nú þegar stutt er í kosningar rignir skoðanakönnunum yfir almenning í gegnum fjölmiðla. Til að mynda birtust tvær nýjar kannanir í dag, ein á forsíðu Fréttablaðsins og önnur frá MMR. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. „Hugmyndin er að halda ekki upplýsingum frá almenningi,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Það virkar í báðar áttir. Það er talað um að þær hamli litlum flokkum því fólk vilji ekki kjósa einhvern flokk því það væri dautt atkvæði. En það getur líka allt eins virkað í hina áttina, að fólk kjósi markvisst ákveðinn flokk svo hann fái aðeins meira.“ Hulda segist þó ekki viss um að skoðanakannanir hafi einhverja ákveðnar afleiðingar í för með sér í kosningum. „Ég get ekki í hendi mér séð að þetta hafi einhverjar tilteknar afleiðingar í för með sér. Við erum að færa rök fyrir því að kjósendur séu betur upplýstir og þeir viti hvers konar kosningabandalagi þeir megi búast við, eru þeir þá ekki betur upplýstir til að taka sína ákvörðun um hvernig þeir vilja að flokkalandslagið líti út að loknum kosningum?“George Gallup.Vísir/GettyFrumkvöðullinn George Gallup Nútímaskoðanakannanir eiga sér ansi áhugaverð sögu sem rekja má til forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 1936, þegar George Gallup hóf að spá fyrir um úrslit kosninga. „Fram að því hafði tímaritið Literary Digest reynt að spá fyrir um úrslit kosninga með því að senda út lítil póstkort á fjölda heimila, milljón manns eða einhvern álíka fjölda. Þau vildu hafa rosalega marga, en úrtakið þeirra var áskrifendur tímaritsins, skráðir bifreiðaeigendur og skráðir símaeigendur,“ segir Hulda, en þeir sem áttu síma og bíla á þessum tíma voru frekar þeir efnameiri heldur en þeir sem voru fátækari. „Þetta var þegar Alfred Landon og Franklin D. Roosevelt voru að berjast um forsetastólinn og Literary Digest spáði Landon miklum sigri. Gallup mætir á svæðið og tekur þúsund manna líkindaúrtak á kjósendum. Hann náði ekki einungis að spá rétt fyrir um að Roosevelt myndi vinna, heldur náði hann líka að spá fyrir um það hversu mikil skekkja Literary Digest væri.“ Kannanaklúðrið árið 1936 reyndist ekki einungis byrjunin á úrtakafræðum sem gera nútíma skoðanakannanir mögulegar, heldur reyndist það einnig byrjunin á endalokum tímaritsins Literary Digest. Ranghugmyndir og ýkjur Hulda segir að fólk sé oft með ranghugmyndir um kannanir og tilgang þeirra. Hún segir algengustu ranghugmyndina vera að magn sé það sama og gæði og að smávægilegar fylgisbreytingar skipti máli. „Til dæmis þegar því er slegið upp að flokkur bæti við sig fylgi og breytingin er kannski eitt prósent, sem er langt innan allra vikmarka.“ Hulda segir að þó að skoðanakannanir séu oft býsna margar og að hennar mati stundum of margar, þyrfti að vera ansi góð ástæða ef ætti að takmarka þær. „Já þær eru einfaldlega liður í upplýsingu til kjósenda. Það þyrfti að vera skrambi góð ástæða fyrir að banna þær. Ég veit ekki hver hún gæti verið. Ég vil auðvitað ekki sjá villandi skoðanakannanir þar sem verið er að svindla með leiðandi spurningum eða skrítnum úrtökum eða neitt svoleiðis. Við erum ekki að sjá það núna, það er misvel unnið en það er enginn vísvitandi að reyna að svindla. Það væri alvarlegt og það þyrfti að taka á því ef það kæmi upp,“ segir Hulda. En gera kannanir einhverntíman ógagn? „Það helsta sem mér dettur í hug er ef ég hafði hugsað mér að kjósa, til dæmis Bjarta Framtíð, og hún er bara með 4,9% og hugsa að það taki því ekki og ákveði að kjósa eitthvað annað. En það er líka spurning hvort það er ógagn fyrir lýðræðið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira