Samkeppni rokkar Dóra Sif Tynes skrifar 28. október 2016 07:00 Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Dóra Sif Tynes Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun