Skuggaþegnar samfélagsins Sigurjón Sumarliði Guðmundsson skrifar 28. október 2016 00:00 Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun