Bjarna fagnað gríðarlega á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Við ætlum að fara alla leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 23:29 Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03