Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Anton Egilsson skrifar 10. október 2016 22:40 Donald Trump kveikti víða bál með ummælum sem láku á netið á föstudag. Vísir/EPA Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07