Aserar enn ósigraðir og sjaldséð mark hjá San Marinó | Öll úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 20:45 Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira