Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 12:57 Geimfari á vegum ESA úti í geim. Vísir/Getty Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17