Ný tækifæri fyrir Ísland vegna útgöngu Breta úr ESB Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 16:27 Lilja Alfreðsdóttir hélt ræðu í gær í Háskóla Reykjavíkur um útgöngu Breta úr ES. Vísir Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“ Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“
Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18
Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00