Brynjar Þór: Gott að taka pabba gamla með á æfingarnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 19:41 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira