Þankabrot um aðskilnað stjórnmála og atvinnulífs Friðrik Rafnsson skrifar 17. október 2016 00:00 Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun