Tæklum vandann, ekki afleiðingarnar Starri Reynisson skrifar 18. október 2016 14:16 Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun