Telur ekki raunhæft að ætla að standa við öll kosningaloforðin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 16:15 Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði og Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur. vísir/anton Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44