Vinstrimiðjustjórn er líklegust Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2016 06:00 Stjórnarandstaðan í þinghúsinu í kjölfar breytinga á ríkisstjórninni í vor. vísir/ernir Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00
Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00